Hraðhúsin eru meðfærileg í flutningi

Við hönnun Hraðhúsanna höfum við kappkostað að gera þau meðfærileg og þægileg í flutningi og uppsetningu. Bílkrani nægir til hífinga og því ekki þörf að fá stóran krana sérstaklega í verkið með tilheyrandi kostnaði. Undirstöður eru jafnframt hannaðar þannig að þær koma á grófjafnaðan malarpúða og eru mjög fljótlegar í uppsetningu.

Hraðhúsin eru tilvalin í ferðaþjónustuna eða sem frístundahús. Þessi lausn er mjög sveigjanleg þar sem einfalt mál er að fjölga einingum eftir því sem þörf er á. Smellið á myndirnar hér að neðan til að stækka þær.

Gistieining í hífingu

Lengja úr 8 gistieiningum

Og allt klárt innandyra ...Webdesign